Öskudagsskemmtun í Þórsver

Hið árlega öskudagsball verður haldið í félagsheimilinu klukkan 15:00 á Öskudag. Allir að mæta í búningum, ungir sem aldnir, og dansa og hafa gaman saman. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni  og boðið verður upp á kaffi og djús. Mætum með góða skapið og skemmtum okkur saman.

Kær kveðja Foreldrafélög leik- og grunnskólans.

image[4]