Byrjendalæsi – lestur barna heima

Á undanförnum áratugum hefur safnast saman mikil þekking á eðli læsis. Það hefur sýnt sig að læsi er ekki einföld færni. Læsi er félagsleg athöfn, sem tekur á sig mörg form, með mismunandi tilgang og innihald, allt eftir aðstæðum hverju sinni.

Það sem fjölskyldur gera eða gera ekki heima með börnum sínum hefur áhrif á nám þeirra, þ.m.t. læsi.

Foreldrar og börn geta gert margt saman og hér að neðan er listi sem gæti orðið kveikjan að ýmsum verkefnum foreldra og barna til að efla lestur við upphaf skólagöngu.

Það sem allir foreldrar geta gert:

 • Gefið barninu tíma.
 • Hvatt barnið áfram þegar það reynir að lesa og skrifa, leyft því að fylgjast með fullorðnum skrifa.
 • Séð til þess að á heimilinu hafi barnið aðgang að blýöntum, litum, pappír og stöfum sem hægt er að leika sér með.
 • Hjálpað barninu við að púsla einföld orð, skrifað einföld orð í sand, snjó eða á annan hátt.
 • Skrifað nafn barnsins á hluti sem það á.
 • Lesið fyrir og með barninu á kvöldin fyrir svefninn.
 • Tekið þátt í leik barnsins með því að skrifa lista eða annað viðeigandi sem tengist leiknum.
 • Hjálpað barninu að búa til myndskreytta bók og ef áhugi er fyrir hendi að skrifa texta við myndirnar.
 • Sagt sögur í bílferðum eða í strætó.
 • Lesið fyrir og með barninu, jafnvel þó barnið sé farið að lesa sjálft  – rætt efni textans og virkjað börnin í lestrinum. Sett efnið í samhengi við reynslu barnsins og daglegt líf.
 • Átta sig á hvert áhugasvið barnsins er og hjálpa því að leita að bókum og tímaritum um efnið. Mikilvægt er að sýna áhugamáli barnsins þá virðingu að það skynji einlægan áhuga foreldrisins á efninu.
 • Farið á bókasafnið vikulega og séð til þess að gott aðgengi sé að bókum, hljóðbókum eða tímaritum.
 • Verið góð lestrarfyrirmynd, sérstaklega er feðrum og karlkyns einstaklingum í fjölskyldum drengja bent á mikilvægi fyrirmyndarinnar. Áríðandi er að barn sjái fullorðinn einstakling lesa af ákafa heima. Þá eru meiri líkur á að barnið lesi af ákafa.
 • Gert barnið að þátttakanda í daglegum lestrar- og skriftarathöfnum fjölskyldunnar, haft fjölskyldulestrarkvöld.
 • Lesið blöðin, skrifað innkaupalista og fengið barnið til að hjálpa til við að finna vörurnar í hillunum, lesið matarupp-skriftir um leið og eldað er, lesið dagskrá sjónvarpsins og textann, lesið notkunarleiðbeiningar hluta sem til eru á heimilinu, skrifað og lesið á kort og tölvupóst, skoðað vefsíður og tölvuforrit saman o.s.frv.

Með því að börnin séu höfð með í daglegu athöfnum allra í fjölskyldunni aukast líkurnar á því að þau uppgötvi tilganginn og ánægjuna af lestri og skrift. Læsi er á allra ábyrgð, ekki bara skólans. Læsi er ekki námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms.

Því er mikilvægt að heimili og skólar séu samstíga í því að styrkja læsi barna.

Útdráttur úr grein Ingibjargar Auðunsdóttur, sérfræðings á miðstöð skólaþróunar HA í tímariti Byrjendalæsis febrúar 2014

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s