Öskudagurinn 2014

Nú eru starfsmenn Grunnskólans á fullu við það að hanna búninga fyrir öskudaginn, enda styttist óðum í þann skemmtilega dag.

Kennsla verður með hefbundnum hætti til hádegis á öskudag þann 5. mars, en þó má búast við að boðið verði upp á andlitsmálningu og auðvitað mæta allir í grímubúningum í skólann þennan dag.

Hádegisverður verður í boði fyrir áskrifendur.

Hefð hefur verið fyrir því að hátíð sé í Þórsveri eftir hádegi á öskudag.Vetrarfrí hefst eftir hádegi og við munum hittast hress mánudaginn 10. mars.

ingagaldra

Tónkvíslin 1. mars

Tónkvíslin 1. mars

Laugardaginn 1. mars verður árleg söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum haldin í Íþróttahúsinu á Laugum kl 19:30, keppnin hefur farið stigvaxandi frá ári til árs og er hún nú stærri en nokkru sinni fyrr þetta árið. Keppnin hefur vakið athygli um land allt og skarað fram úr á öllum sviðum og er orðin ein stærsta undankeppni söngkeppni framhaldsskólanna á landinu.

Dagskrá:
Húsið opnar 18:45
Landsþekktur leynigestur

2.000 – Fullorðnir
1.500 – Meðlimir í NFL
1.000 – Börn á grunnskólaaldri
Frítt – Börn á leikskólaaldri

Milli 13:00 og 17:00 Laugardaginn 1. mars verður sett upp kaffihús í Gamla skólanum (miðdeild)
Kökur, pönnukökur, vöfflur, djús og margt margt fleira verður í boði!

Laugaskóli býður alla velkomna á einn stærsta tónlistarviðburð á Norðurlandi þar sem stjórnur framtíðarinnar stíga sín fyrstu skref

Tveir nemendur frá GÞ keppa á Tónkvíslinni í ár og mikill áhugi er fyrir því hjá nemendum unglingastigs að fara og fylgjast með sínu fólki.

Foreldrar eru hvattir til þess að fara með börnum sínum á hátíðina og njóta þess sem er í boði.

Ef áhugi er fyrir hendi þá mun GÞ leigjarútu fyrir áhorfendur sem ekki fara með sínum foreldrum og bílstjóra en farþegar greiði hóflegt fargjald sem rennur til olíukaupa.

Skráningablað fer heim á morgun en einnig má prenta þetta skjal út:  tonkvisl (tengill).

Áfram Þórshöfn!

Tónkvíslin 1. mars á Laugum

Laugardaginn 1. mars verður árleg söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum haldin í Íþróttahúsinu á Laugum kl 19:30, keppnin hefur farið stigvaxandi frá ári til árs og er hún nú stærri en nokkru sinni fyrr þetta árið. Keppnin hefur vakið athygli um land allt og skarað fram úr á öllum sviðum og er orðin ein stærsta undankeppni söngkeppni framhaldsskólanna á landinu.

Laugaskóli býður alla velkomna á einn stærsta tónlistarviðburð á Norðurlandi þar sem stjórnur framtíðarinnar stíga sín fyrstu skref

112 dagurinn – Brunaæfing

í tilefni af 112 deginum í síðustu viku var brunaæfing í grunnskólnum í gær, 18. febrúar. Fresta þurfi æfingunni í síðustu viku vegna seinkunar á áætlunarflugi þann daginn. En nú var skólanum skellt á brunaæfingu með Slökkviliði Langanesbyggðar, Lögreglunni og sjúkrabílnum.

Allt gekk að óskum, stóðu nemendur og starfsfólk sig með miklum sóma. Svo ekki sé minnst á slökkviliðið sem var komið hér á örskammri stundu, óð inn í reykinn í forstofunni (sem búinn var til) og bjargaði þar út einum starfsmanni sem hafði verið skilinn þar eftir.

Við lærðum mikið af þessari æfingu og verðum enn betur undirbúin fyrir þá næstu, sem er  aldrei að vita, hvenær verður!Image