Sparinesti á morgun!

Sparinesti á morgun!

Á morgun er síðasti föstudagur nóvembersmánaðar! Það þýðir bara eitt: Það má koma með sparinesti í skólann! Engin samlokusala er í skólanum um þessar mundir, en hver veit hvað verður síðar í vetur.

Desember – uppfært

Image

Það er með ólíkindum hve tíminn líður! Um helgina er fyrsti sunnudagur í aðventu sem þýðir að fjórar helgar eru til jóla! Skólinn mun smám saman klæðast jólafötunum sínum og nemendur koma þar svo sannarlega við sögu!
Á fimmtudag og föstudag mun skapandi skólastarf vera í hávegum haft! Allir nemendur skólans munu færast á milli fimm ólíkra stöðva og vinna að fjölbreyttum verkefnum. 

Fimmtudaginn 5. desember verða allir nemendur í skólanum til klukkan 14:00.

Föstudaginn 6. desember lýkur skóla klukkan 11:50 en sérlega hátíðlegur matur verður í mötuneytinu þann dag!

18. desember verður kirkjuferð þar sem nemendur ganga til kirkju og kynnast helstu táknum jólanna og hlýða á jólasögu.

19. desember ATH tvöfaldur dagur BREYTING FRÁ SKÓLADAGATALI

8:10 Hefðbundin kennsla til hádegis. Nemendur undirbúa litlu jólin. Hádegisverður fyrir þá sem eru í mötuneyti.

12:00 Hlé

16:oo Stofujól (munið pakkaleikinn)

18:00 Hátíðarkvöldverður fyrir alla nemendur Grunnskólans og starfsfólk.

19:00 Jólafrí!

ATH: 19. desember er tvöfaldur dagur og því skyldumæting bæði helminga hans

20. desember – frí!