Hátíð í tilefni af degi íslenskrar tungu

Á mánudaginn, 25. nóvember klukkan 17:00 er hátíðardagskrá í tilefni af degi íslenskrar tungu á vegum skólans. Hátíðin verður í Þórsveri og munu nemendur flytja þar ýmiskonar tónlistaratriði, upplestur og dans. Allir nemendur skólans koma að dagskrá hans og fá að láta ljós sitt skína.

Þessi dagur er tvöfaldur skóladagur og því eiga allir nemendur að mæta bæði að morgni og aftur klukkan 17:00.

Boðið verður upp á kaffi og með’í og vonumst við til þess að sjá sem flesta njóta þess sem nemendur okkar hafa fram að færa!

Málþing um Olweusaráætlunina

bullying1Í dag er málþing í Reykjavík um einelti í tilefni af afmæli Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Þar er meðal annars fjallað um einelti á meðal stúlkna og þann vanda sem minnkandi félagsfærni hefur á samskipti barna og unglinga. Grunnskólinn á 

Þórshöfn vinnur eftir Olweusaráætluninni og nýtir ART til þess að vinna með og auka félagsfærni nemenda sinna. Sérstakt námsmat er í gangi varðandi félagslega færni og því má segja að starfsfólk skólans sé vel með á nótunum, varðandi þann vanda sem einelti og skortur á félagsfærni getur leitt af sér.

Frétt visis.is um einelti á meðal stúlkna

Viðtal við Húgó heitinn Þórisson um einelti og nauðsyn þess að kenna börnum að setja sig í spor annarra.

Bæklingur um ART